Klefi Nr. 6 2013, Uppheimar, Islanti

Klefi Nr 6 ISL

Rosa Liksom
Klefi Nr. 6 (original title: Hytti nro 6)
þýðingu Sigurðar Karlssonar

Uppheimar, Island (2013)

Klefi nr. 6 er þétt, ljóðræn og margslungin frásögn af lestarferð um endilöng Sovétríkin á níunda áratug síðustu aldar. Finnsk stúlka sem stundar háskólanám í Moskvu tekur sér far með Síberíulestinni til Úlan Bator að skoða fornar klettaristur. Hún deilir klefa með drykkfelldum harðjaxli á leið í byggingarvinnu. Í þröngum klefanum mætir vestrið austrinu og á margra vikna löngu ferðalaginu deilir klefafélaginn með henni sögum úr lífi sínu og um land sitt, Rússland.

Rosa Liksom er virtur finnskur rithöfundur og myndlistarmaður, fædd árið 1958. Fyrir fyrstu skáldsögu sína hlaut hún J. H. Erkko-verðlaunin, árið 2011 hin virtu Finlandia-verðlaun fyrir Klefa nr. 6 og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, einnig fyrir þessa bók, 2013.